Fjárfestingarferli - endurmenntun vegna prófs í verðbréfaviðskiptum

Námskeið sem prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur staðfest að veiti fjórar klukkustundir í almennri endurmenntun vegna prófa í verðbréfasviðskiptum. Gerð er krafa á sex klukkustunda endurmenntun vegna verðbréfaréttinda á þriggja ára tímabili eftir breytingar á löggjöf verðbréfamarkaðsréttar.

Nánari upplýsingar á vef prófnefndar verðbréfaréttinda

Námskeiðið er fjórir fyrirlestrar sem nemendur fá aðgang að eftir skráningu. Hægt verður að horfa á fyrirlestrana þegar nemendum hentar.

Verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr.

Skráning fer fram hér á síðunni

Kennari: Marinó Örn Tryggvason.

Starfar hjá ARMA advisory og hefur starfað á fjármálamarkaði frá 2002. Lengst af í eignastýringu hjá Arion banka (og fyrirrennurum) og sem forstjóri og aðstoðarforstjóri Kviku banka.

Hefur einnig kennt á háskólastigi, einkum námskeið í fjármálum í yfir 15 ár.

Nánari upplýsingar: marino@vordugil.is